Skólaþing

Hið árlega skólaþing Stapaskóla fer fram 11. mars á sal skólans kl. 18.00 með nemendum og foreldrum í 7. - 10. bekk.

Farið verður yfir niðurstöður Skólapúlsins er varðar líðan nemenda og hópavinna í kjölfarið. Einnig verður tekið samtal um upphaf skóladagsins en ungmennaráð Reykjanesbæjar hefur lagt fram tillögu um að seinka skóladegi unglinga til kl.9.00. 

Við hvetjum alla foreldra og nemendur til þess að mæta og eiga gott og gagnlegt samtal til að auka vellíðan barnanna okkar.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll!