Skólablak

Skólablak eru blak viðburðir fyrir grunnskóla krakka í 4.- 6. bekk um allt land.
Hópurinn fer hringinn í kringum landið og er með svæðisbundinn blakmót með það fyrir markmiði að kynna blak fyrir krökkum og kennurum sem íþrótt.

Níu nemendur úr 4. bekk tóku þátt í skólablakmóti í Reykjanesbæ í gær. Allir skemmtu sér konunglega og má með sanni segja að nemendur hafi verið Stapaskóla til sóma. Við hvetjum alla til að fylgjast með næsta þætti af Landanum sem kíkti við og tók viðtal við tvo af okkar nemendum.