Á mánudaginn var fóru rúmlega 100 nemendur í 7. - 10. bekk á skíði í dásemdar veðri í Bláfjöllum. 
Nemendur voru margir að stíga í fyrsta skipti á skíði og bretti. 

Þeir stóðu sig frábærlega vel, voru til fyrirmyndar og skemmtu sér vel þó svo margir voru orðnir lúnir í líkamanum.
