Skapandi heimanám

Í október hófst nýtt heimanáms skipulag í 7.- 10. bekk: Skapandi heimanám. Í hverri viku geta nemendur valið úr nokkrum verkefnum sem þeir hafa eina viku til að vinna heima og skila til kennara. Í verkefnunum er lögð áhersla á að nemendur þjálfi lykilhæfni og nýti sköpunarkrafta sína á fjölbreyttan hátt.

Í fyrstu atrennu voru eftirfarandi verkefni í boði:

  • Heimanáms ratleikur (nemendur fara út í ratleik með appinu Actionbound)
  • Hvað meira segja peningarnir okkar (hugtök sem tengjast fjármálalæsi æfð í forritinu Quizlet)
  • Orðabók heimilisins (myndir teknar af margvíslegum hlutum á heimilinu og nöfn þeirra skráð á þremur tungumálum)
  • Líkamstjáning (sjálfur teknar þar sem ólík líkamstjáning birtist, útskýrt hvað tjáningin þýðir)
  • People watching (enskuverkefni þar sem skrifaðar eru persónulýsingar á fólki sem labbar framhjá heimilinu)
  • Sérfræðingurinn #1 (rannsókn á risaeðlum)
  • Spilafjör (nemendur spila með góðum vinum og segja frá spilinu og úrslitum)

Verkefnin hafa vakið mikla athygli nemenda sem margir bíða spenntir eftir að fá verkefnalýsingar til sín á Teams svo þeir geti byrjað að vinna.