Öskudagurinn

Miðvikudaginn 26. febrúar er öskudagur. Þá er skertur nemendadagur, skóli er frá kl.8.30 - 11.00. Hádegismatur er fyrir nemendur sem eru í frístundaheimilinu sem hefst kl.11.00. 

Nemendur mega mæta í búningum en vopn eiga að vera heima. Nemendur munu velja sér smiðjur og fjölbreytt verkefni í umsjón starfsmanna Stapaskóla.