- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Á laugardaginn 23. október höldum við veislu og bjóðum gestum í heimsókn til að skoða fallegu og framsæknu skólabyggingu okkar. Dagskrá hefst kl.11.00 þar sem flutt verða tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, nemendur úr 2. bekk flytja söng, ávarp frá Helga Arnarsyni fræðslustjóra og tónlistarmaðurinn Jón Jónsson kemur.
Nemendur og foreldrar í 10. bekk munu selja kaffi og vöfflur í fjáröflunarskyni fyrir vorferð.
Við hlökkum til að sýna og segja ykkur frá því frábæra skólastarfi sem er í gangi við Stapaskóla.
Húsið er opið fyrir gesti frá kl.11.00 - 14.00. Í boði verður að ganga um bygginguna og fara í hópum með stjórnendum og arkitektum hússins.