- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Pálína Hildur Sigurðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri með sérhæfingu á leikskólastigi. Pálína Hildur lauk námi til B.Ed. gráðu í leikskólakennarafræðum við Háskóla Íslands árið 2001. Hún hefur einnig lokið námsbraut í verkefnastjórnun og leiðtogaþjálfun í Opna háskólanum við Háskóla Reykjavíkur.
Pálína Hildur hefur starfað undanfarin ár í leikskólanum Ársalir sem deildarstjóri ásamt því að vera með margra ára reynslu sem kennari og sérkennari. Við hlökkum til að bjóða Pálínu Hildi velkomna til starfa þann 1. ágúst.