Ráðleggingar um mat og mataræði í grunnskólum

Undanfarið hefur ýmislegt nýtt verið gefið út í tengslum við mataræði og nú síðast var verið að gefa út Ráðleggingar um morgunnesti grunnskólanema.

Hér kemur smá yfirlit um ráðleggingar á mataræði barna 

Ráðleggingar um morgunnesti

Við viljum með þessum ráleggingum vekja athygli á mikilvægi þess að vera með hollt morgunnesti o.s.frv. Við vonum að ráðleggingarnar séu góð viðbót við það sem þið hafið þegar verið að vinna með í tenglum við mataræði í Heilsueflandi grunnskóla. Hér má sjá skjal með ráðleggingunum.

Ráðleggingar um morgunnesti grunnskólanema.

Ráðleggingar um grunnskólamötuneyti

Hér má sjá Handbók fyrir grunnskólamötuneyti.

Ráðleggingar um síðdegishressingu

Síðdegishressing í heilsdagsskólum, frístunda- og æskulýðsstarfi 

Að lokum bendum við ykkur á myndbönd sem fjalla um neikvæð áhrif orkudrykkja á líðan og heilsu.

Draumur í dós – á Ungrúv

Hér má sjá Draumur í dós

Lára Sigurðardóttir, læknir og lýðheilsufræðingur er höfundur og hélt utan um gerð myndbandanna en þau eru einnig unnin af hópi sérfræðinga sem eru; Þórhallur Ingi Halldórsson, prófessor í næringarfræði við Háskóla Íslands, Jóhanna Eyrún Torfadóttir, verkefnastjóri næringar hjá embætti landlæknis, Lárus S. Guðmundsson, dósent við lyfjafræðideild Háskóla Íslands, Magnús Jóhannsson, prófessor í lyfjafræði við Háskóla Íslands.

Bragi Valdimar Skúlason stílfærði textann í myndböndunum. Sigrún Hreins teiknaði, hannaði og leikstýrði myndböndunum og Helga Braga Jónsdóttir las inn á myndböndin. Myndböndin voru styrkt af Lýðheilsusjóði.