- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Í ár ákváðu nemendur og starfsfólk Stapaskóla að leggja sitt af mörkum til góðs málefnis með því að safna frjálsum framlögum í stað þess að skiptast á gjöfum á litlu jólunum. Nemendur kusu um hvaða málefni skyldi styrkja, og að þessu sinni varð Vökudeild Landspítalans fyrir valinu. Alls söfnuðust 300.000 krónur, sem munu nýtast í mikilvægt starf deildarinnar.
Bára Bragadóttir, fulltrúi frá Vökudeildinni, heimsótti skólann í dag til að taka við gjöfinni. Hinrik Bjarki, formaður nemendafélagsins, afhenti styrkinn formlega við smá athöfn þar sem nemendur í 7. bekk voru einnig viðstaddir. Þetta verkefni hafði sérstaka þýðingu fyrir árganginn, þar sem umsjónarkennari þeirra átti barn fyrr í vetur og naut þjónustu Vökudeildar.
Stapaskóli er afar stoltur af þessu frábæra framtaki nemenda og starfsfólks. Slík samstaða og samhugur sýna vel mikilvægi þess að standa saman fyrir góð málefni og aðstoða þá sem þurfa á hjálp að halda.
Við þökkum öllum sem lögðu sitt af mörkum til söfnunarinnar og minnum á hversu mikill kraftur býr í samvinnu og samhug.