Landsliðskona í sundi

Karen Mist stuðningsfulltrúi var með kynningu á sundferlinum sínum fyrir nemendur 5. bekkjar. Karen hefur æft sund frá 9 ára aldri og hefur unnið til margra verðlauna á ferlinum, m.a. var hún kjörin íþróttakona Reykjanesbæjar 2019.

Hún hefur synt með Íslenska landsliðinu í 6 ár og ferðast víða um heim með liðinu. 

Karen Mist kom og ræddi við krakkana um sundferilinn sinn, sýndi þeim myndir og muni tengda ferlinum. Frábær skemmtun sem krakkarnir höfðu gaman að. Karen ætlar að flytja til Florida í Bandaríkjunum í haust þar sem hún mun læra að verða kennari og synda og synda.

Við óskum henni alls hins besta.