- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Samþætting námsefna eða Stapamix, eins og það kallast hér í Stapaskóla er stór hluti af námsefni skólans. Í hverju Stapamixi er þema, sem getur verið allt á milli himins og jarðar. Nú í aðdraganda nýliðna Alþingiskosninga var ákveðið að hafa kosningaþema. Nemendur unglingastigs fengu þá kynningu á öllum þeim flokkum og framboðum sem bjóða sig fram á landsvísu. Nemendum var því næst skipt upp í hópa, og drógu þau einn flokk að handahófi. Var ákveðið að einblína á eitt málefni, umhverfismál og þurftu hóparnir að kynna sér stefnu þess flokks sem þau drógu. Settu þau sig í spor auglýsingastofu, og áttu þau að kynna málefni flokksins svo nemendur í öðrum hópum gætu kynnt sér málefni annarra flokka.
Verkefnið gekk vel fyrir sig en að því loknu var gengið að kjörklefum. Margir nemendur verkefnisins geta líklega kosið í næstu Alþingiskosningum og fundu þau því smjörþefinn af því að fá að kjósa, áður en þessi mikilvægur lýðræðisréttur sem við höfum, færist í þeirra hendur. Úrslitin urðu á þennan veg;