Köngulær í 3 bekk

Undanfarnar vikur hefur 3. bekkur í Stapaskóla verið að vinna með köngulær í samþættingu námsgreina. Þar erum við búin að vera að skoða lífhætti og einkenni þeirra. Sem hluti af þemaverkefni höfum við verið að veiða þær og skoða þeirra ólíku einkenni ásamt því hvað þau þurfa til þess að lifa af. Köngulær eru nefninlega svo magnaðar og mjög mikilvægur hluti af vistkerfum jarðarinnar.