Kökukeppni í heimilisfræði í 5. bekk

Í heimilisfræði í 5. bekk hefur Hrönn heimilisfræðikennari það til siðs að ljúka smiðjunni með kökugerðarkeppni. Fyrstu tveir hópur ársins eru búnir að taka þátt í kökukeppninni. Þá skiptu þau sér í fjóra hópa í hvorri smiðjunni og hver hópur fyrir sig ákvað hvað skyldi baka. Í fyrri smiðjunni bökuðu hóparnir fjórir marengstertu, súkkulaðiköku, eplaköku og bananatertu.

Seinni hópurinn bakaði hinsvegar tvær súkkulaðikökur, marengstertu og hnallþóru með tvennskonar botnum, bæði súkkulaðibotni og hefðbundnum svampbotni. Allt saman afar bragðgóðar og flottar kökur.

Hrönn fékk fjórar starfsmenn við skólann til þess að dæma í keppninni en dæmt var eftir útliti og bragði. Hjá fyrri hópnum var það var gamla góða eplakakan sem bar sigur úr býtum. Bakararnir voru þær Birta og Alexandra Ólöf. Í seinni hópnum var það marengstertan sem hafði vinninginn en hana bökuðu Emelía Rós og Elana.

Dómararnir höfðu þó að orði að allar kökurnar hefðu bragðast afar vel og að valið hefði verið erfitt.

Það voru því kátir og hressir krakkar sem luku við heimilisfræðismiðju þessa daga með fulla bumbu af köku!