- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Íþróttadagur Stapaskóla fór fram þann 10. maí 2024. Allt stefndi í gott veður en þegar á hólminn var komið rigndi hressilega á nemendur, kennara og starfsfólk. Á íþróttadeginum keppa árgangar um Stapabikarinn. Bikar er veittur fyrir hvert stig (yngsta stig, miðstig og unglingastig). Nemendur tóku þátt í ýmsum þrautum sem settar voru upp á skólalóðinni. Eftir þrautirnar var haldið inn í tröllastiga og verðlaunaafhending fór fram. Nemendur á Óskasteini fengu allir viðurkenningarskjal fyrir þátttöku á íþróttadeginum. Á yngsta stigi unnu nemendur í 3.bekk Stapabikarinn, 6.bekkur vann á miðstigi og 8.bekkur á unglingastigi. Eftir verðlaunaafhendingu var boðið uppá pítsaveislu.