Heimsókn frá Tomas Gatt, jarðfræðingi.

10 bekkur fékk heimsókn frá Tomas Gatt, jarðfræðingi ættuðum frá Austurríki.

Tomas lærði jarðfræði að hluta hér á Íslandi og hefur verið mikill áhugamaður um steina og steinamyndun á Íslandi. Eftir að hafa komið og skoðað Stapaskóla í vettvangsferð á vegum GEO-park jarðvangsins á svæðinu nú í haust setti Tomas sig í samband við skólann og bauð fram krafta sína í formi fræðslu og áhugafyrirlesturs.

Hann er að horfa til áframhaldandi náms og ákvað að prufukeyra fræðslu til ungmenna um steina, sér í lagi olifa kristalla, og fór yfir hringrás steina með 10 bekk. Í kjölfarið fengu nemendur að sjá ýmsa steina bæði frá Íslandi og annarsstaðar úr heiminum. Tomas sýndi einnig skífur með sýnum af steinum og kristöllum í smásjá sem vakti mikla lukku. Virkilega áhugaverður fyrirlestur sem nemendur sýndu mikinn áhuga.