- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Hæfileikahátíð grunnskólanna fór fram í Stapa sl. föstudag, 29. apríl. Hæfileikahátíðin er hluti af Barna- og ungmennahátíð Reykjanesbæjar sem hófst 28. apríl og lýkur 8. maí nk. Á hæfileikahátíðinni voru flutt atriði frá öllum grunnskólum Reykjanesbæjar auk þess sem að nemendur í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og Danskompaní komu fram. Nemendur úr 6. bekk allra grunnskólanna voru áhorfendur í sal og svo var hátíðinni streymt beint í skólana. Nemendur í 6. bekk Stapaskóla sýndu atriði sitt, ´beisik bekkjarfundur´, frá því á árshátíð skólans. Nemendur stóðu sig virkilega vel, bæði á sviði og sem áhorfendur í sal.
Hæfileikahátíðin var hin glæsilegasta en upptöku af henni má sjá hér, atriði Stapaskóla hefst á 12 mínútu.