Göngum í skólann

Verðlaunaafhending fyrir göngum í skólann fór fram föstudaginn 4.október.

Nemendur mættu spenntir í tröllastigann til að fylgjast með úrslitum. Veittur er gullskórinn fyrir þann árgang sem notaði að meðaltali mest virkan ferðamáta. Í flokknum 1.-3.bekkur voru það nemendur í 3.bekk sem stóðu sig best og fengu gullskóinn.

Í flokknum 4.-6.bekkur voru það nemendur í 6.bekk sem hlutu gullskóinn.

Í flokknum 7.-10.bekk voru það nemendur í 7.bekk sem hrepptu gullskóinn.

Æðislega skemmtilegt verkefni sem Stapaskóli tekur árlega þátt í.