- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Skólaslit og útskrift 10. bekkjar fór fram föstudaginn 7. júní við hátíðlega athöfn á sal skólans og inni í tvenndum nemenda.
Vorið og upphaf sumarsins er uppskeruhátíð nemenda og starfsfólks grunnskólanna en þá tökum við saman hvernig okkur gekk yfir árið. Á skólaslitum fá nemendur vitnisburð sinn og staðfestingu á vinnu sinni síðast liðna mánuði. Ásamt því að lesin eru upp hrósskjöl hvers nemenda þar sem bekkjarfélagar og starfsfólk, sem kemur að hópnum, setja fram styrkleika allra í fallegan heildstæðan texta.
Í ávarpi skólastjóra var reifað á helstu áherslum Stapaskóla og því öfluga skólastarfi sem á sér stað. Hvernig starfsmenn eru sífellt að vinna að einkunnarorðum skólans í gegnum gildi til að auka vellíðan nemenda. Mannauður skólans er ótrúlega kraftmikill og faglegur og gerir sitt besta við að skapa aðstæður með leiða að sér aukna gleði í námi, aukna vellíðan nemenda og gefa hverjum og einum grunn til að vera stoltur af sjálfum sér. Að bera höfuð hátt við skólalok, að hafa trú á eigin getu og að hafa trú á því að draumar geta ræst.
Á þessu skólaári höfum við öll gengið í gegnum ýmislegt saman. Við höfum upplifað skemmtilega viðburði, tekið þátt í spennandi verkefnum og leyst áskoranir. Við höfum líka lært að takast á við erfiðleika og stuðlað að betra samfélagi innan skólans okkar. Þið hafið öll sýnt styrk og seiglu, og fyrir það er ég mjög stolt.
Í ár eru nokkrir starfmenn að kveðja og fara á vit nýtta ævintýra. Við viljum þakka þeim fyrir samfylgdina og óskum þeim velfarnaðar á nýjum vettvangi. Þeir fengu afhenta rós í þakklætiskyni.
Brynhildur Sigurðardóttir
Hui Yingzi Shi
Inga Margrét Þorsteinsdóttir
Kamilla Huld Jónsdóttir
Linda María Jensen
Marc Mcausland
Olga Sif Guðgeirsdóttir
Rannveig Jónína Guðmundsdóttir
Sveinbjörg Anna Karlsdóttir
Valgerður Guðbjörnsdóttir
Þórhildur Ólafsdóttir
Á útskrift 10. bekkjar fór Gróa Axelsdóttir skólastjóri með ávarp og Katrín Alda Ingadóttir formaður nemendafélagsins flutti ávarp fyrir hönd nemenda. Umsjónarkennarar Hlín Bolladóttir og Linda María Jensen töluðu til nemenda og afhentu vitnisburð og Stapaskólatrefil til minningar um veru þeirra í Stapaskóla. Eftir athöfnina var nemendum, aðstandendum og starfsmönnum boðið til veglegrar veislu í Fjölnotasal.
Að venju voru veittar viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur á ýmsum sviðum.
Framúrskarandi árangur á grunnskólaprófi:
Katrín Alda sýnir mikinn metnað og dugnað í öllu námi. Hún setti sér skýr markmið og vann ötullega að þeim allt unglingastigið. Katrín Alda á einnig þakkir skyldar fyrir sitt framlag í þágu nemenda.
Una Bergþóra hefur sýnt mikinn metnað í öllu námi á unglingastiginu. Hún hefur sýnt að með skipulagi og skýrum markmiðum geti maður allt.
Verðlaun fyrir skapandi og gagnrýna hugsun:
Viktor Breki hefur sterkar skoðanir og ríka réttlætiskennd og hefur gaman af því að rökræða við bæði samnemendur og kennara. Hann er forvitinn, óhræddur við að leita svara og er tilbúinn til að skoða fjölbreyttar leiðir í verkefnavinnu.
Verðlaun fyrir þrautseigju og dugnað:
Aðalheiður María hefur sýnt mikinn metnað í námi og þrautseigju við allar áskoranir. Hún setti sér snemma ákveðin markmið og hefur einbeitt sér að því að ná þeim. Hún sýnir einstaka vinnusemi og dugnað í öllu daglegu starfi.
Verðlaun fyrir framúrskarandi vinnu í þágu nemenda:
Kolbrún Dís hefur unnið ötullega að ýmsu félagsstarfi í þágu nemenda, bæði í nemendaráði skólans og í unglingaráði Fjörheima. Hún tekur virkan þátt í öllu sem fer fram og leggur sig fram við að efla félagslífið í skólanum.
Verðlaun fyrir mestu framfarir í lestri:
Elmar Hrafn hefur sýnt miklar framfarir í lestri á síðustu árum, bæði hvað varðar leshraða og lesfimi. Það er einstaklega ánægjulegt að hlusta á Elmar Hrafn lesa en hann nær að gæða textann lífi með ólíkum blæbrigðum og leiklestri.
Verðlaun fyrir góðan árangur í skólaíþróttum:
Katrín Alda er vinnusöm, jákvæð og flottur leiðtogi í íþrótta- og sundtímum. Hún smitar gleðinni út frá sér og hefur því jákvæð áhrif á samnemendur sína. Katrín Alda hefur sýnt framúrskarandi árangur í skólaíþróttum á skólagöngu sinni. Hún er ávallt kurteis og sýnir virðingu í garð samnemenda og starfsfólks.
Jens Ingvi hefur sýnt framúrskarandi árangur í skólaíþróttum. Hann hefur verið jákvæður og er með góða mætingu bæði í sundi og íþróttum. Jens Ingvi sýnir kurteisi og virðingu í garð íþróttakennara. Hann hefur verið mikilvægur hlekkur í skólahreystiliði skólans síðastliðin tvö ár.
Verðlaun fyrir góðan árangur í list- og verkgreinum:
Saga Björg hefur sýnt framúrskarandi árangur í sviði myndlistar í vetur en hefur jafnframt sýnt góðan árangur í listgreinum almennt. Hún er skapandi, vinnusöm og með afar frjóa hugsun. Hæfileikar Sögu Bjargar á sviði listgreina koma fram áreynslulaust sem og listverk hennar. List hennar kemur að innan og verk hennar bera þess merki. Hún hefur verið afar opin fyrir að öðlast nýja þekkingu og færni sem hún hefur svo nýtt sér við vinnu sína. Saga Björg hefur tekið miklum framförum og þar af leiðandi vaxið mikið í listrænum þroska. Er það von list- og verkgreinakennara að hún haldi fast í sköpunarkraft sinn og haldi áfram á þeirra vegferð sem hún hefur verið á í vetur.
Aðalheiður María er listræn og sýnir frumkvæði og er sjálfstæði í verkefnavali. Hún hefur skýra sýn og góða þekkingu á vinnu með verkfæri og efni. Aðalheiður María er vandvirk og vinnusöm og leggur metnað í allan frágang. Er það einlæg von list- og verkgreinakennara að hún haldi fast í sköpunarkraft sinn og haldi áfram að sinna listhneigð sinni.