Skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Í dag, 16. febrúar, var skólakeppni Stapaskóla í Stóru upplestrarkeppninni haldin. Nemendur úr 7. bekk eru búnir að æfa upplestur frá Degi íslenskrar tungu 16. nóvember sl. Sex nemendur unnu sér rétt til þátttöku í skólakeppninni eftir bekkjarkeppni sem haldin var sl. mánudag.

Þeir sex nemendur sem unnu sér rétt til þátttöku í skólakeppninni voru:

  • Amelía Sara Kamilsdóttir
  • Elías Snær Steingrímsson
  • Elma Rún Arnarsdóttir
  • Gísli Kristján Traustason
  • Ísey Rún Björnsdóttir
  • Klaudia Lára Solecka

Keppnin tókst einstaklega vel og höfðu nemendur undirbúið sig vel bæði heima og í skólanum.

Dómarar keppninnar í ár voru þau Guðný Karlsdóttir aðstoðarskólastjóri Njarðvíkurskóla, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi Reykjanesbæjar og Ninna Stefánsdóttir kennari í Stapaskóla.

Sigurvegarar kepninnar fá keppnisrétt á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram í Hljómahöll 3. mars nk.

Sigurvegararnir voru þau Gísli Kristján og Ísey Rún. Auk þeirra var Amelía Sara valin sem varamaður en þau koma öll til með að halda áfram æfingum og undirbúa sig fyrir lokakeppnina.

Nemendur fengu mikið hrós fyrir þátttöku sína í bæði bekkjarkeppninni og skólakeppninni auk þess að hafa verið góðir áheyrendur. Dómnefnd er þakkað sérstaklega fyrir sín störf og umsjónarkennurum fyrir undirbúning með nemendum.

Katrín Alda Ingadóttir las upp texta en hún var einn af sigurvegurum í skólakeppni Stapaskóla 2021.

Myndir frá keppninni má sjá í meðfylgjandi myndaalbúmi.

Myndir frá keppninni má sjá í meðfylgjandi myndaalbúmi hér.