- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Ár hvert er Dagur íslenskrar tungu haldin hátíðlegur 16. Nóvember. Dagurinn er fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar og að því tilefni var hátíð á sal.
Gróa Axelsdóttir, skólastjóri byrjaði á því að segja stuttlega frá Degi íslenskar tungu og Jónasi Hallgrímssyni. Allir nemendur höfðu æft lagið Vor í Vaglaskógi og sungu það saman. Nokkrir nemendur úr 5. bekk lásu upp ljóð og nemendur í 4. bekk sungu lagið Ég er komin heim fyrir skólafélaga sína.