Árshátíð Stapaskóla 2023

Árshátíð Stapaskóla verður haldin hátíðleg á sal skólans fimmtudaginn 30. mars og föstudaginn 31. mars næstkomandi. 

Foreldrum og forráðamönnum er boðið að koma njóta með okkur.

Tímasetningar:

Fimmtudaginn 30. mars.

7. - 10. bekkur - Dagskrá hefst kl. 20:00 - húsið opnar 19:30.

Að skemmtidagskrá lokinni hefst ball fyrir nemendur Stapaskóla, frá klukkan 21:00 23:00. Nemendur fá leyfi frá kennslu föstudaginn 31. mars.

Föstudaginn 31. mars.

1. - 3. bekkur - Dagskrá hefst kl. 09:00 - nemendur mæta í sína tvennd 15 mínútum áður.

4. - 6. bekkur - Dagskrá hefst kl. 10:30 - nemendur mæta í sína tvennd 15 mínútum áður.

Nemendur sitja með sínum árgangi og kennurum á meðan skemmtidagskrá stendur. Að skemmtidagskrá lokinni eru börn í umsjá foreldra/forráðamanna. 

Árshátíðardagurinn er skertur skóladagur og er frístund lokuð.

Páskaleyfi á grunnskólastigi hefst að lokinni árshátíð og hefst kennsla aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 11. apríl.