Aðventan á leikskólastigi

Í desember er margt um að vera en reynt er eftir fremsta megni að halda daglegri rútínu. Aðventusöngstundir eru alla föstudaga, börnin eru að leggja lokahönd á jólagjafir foreldra sinna, hátíðarmatur og litlu jólin þar sem jólasveinar koma í heimsókn. Að lokum munu börnin fá óperusýningu föstudaginn 20. desember. Það er því líf og fjör í desember á leikskólastiginu.

Leikskólastigið fer í jólaleyfi 24. desember og byrjar aftur 2. janúar á nýju ári.