- Skólinn
- Nám & kennsla
- Stoðþjónusta
- Frístundaheimilið
- Leikskólastig
- Foreldrar
- Hagnýtt
- Farsæld barna
Hvernig hljómar skemmtilegt bingókvöld og kaffihúsastemning? Árlega heldur foreldrafélag Stapaskóla aðalfund þar sem upplýst er um hvað er búið að vera að gera og hvað er framundan. Þessir fundir eru mikilvægir til að tengja okkur, sjá hverjir eru í stjórninni. Opna á alls konar umræður sem eru okkur hugleikin og standa saman og halda vörð um börnin okkar. Við viljum benda á að allir foreldrar eru velkomnir og viljum við sjá sem flesta mæta og sýna samstöðu og styrkja tengsl milli heimilis og skóla. Að því tilefni viljum við senda ákall til ykkar að mæta á aðalfund, bjóða ykkur fram, taka þátt! Margar hendur vinna létt verk.
Við sem samfélag þurfum að standa saman þegar það kemur að því er tengist börnunum okkar, sér í lagi ef horft er á það sem á sér stað í samfélagi okkar nú síðustu misseri.
Að vera í foreldrafélagi krefst ekki mikils af manni ef margir eru saman. Verkefnið er ekki tímafrekt og því fleiri sem koma að, þeim mun léttara.
Aðalfundurinn okkar verður í ár sameinaður foreldrafélagi leikskólastigs og munum við eftir stuttan fund setjast saman og spila bingó með góðum vinningum. Dagskráin er miðuð að fullorðnum en við vitum að það er ekki alltaf hægt og því bjóðum við að sjálfsögðu börn velkomin í FYLGD með fullorðnum.
Á sama tíma verður 10. bekkur skólans með fjáröflun og bjóða upp á kaffihúsaveitingar og sölu á kökum.
Hvenær er fundur: 17. október
Hvenær: Klukkan 17:30
Hvar: Grunnskólastigi Stapaskóla