Heilsustefna Stapaskóla – grunnskólastig

Þátttöku í Heilsueflandi skóla er ætlað að styðja skóla í að vinna markvisst að heilsueflingu í sínu starfi. Í því felst að skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks. Samkvæmt aðalnámsskrá grunnskóla (2013) er Heilsa og velferð einn af sex grunnþáttum menntunar. Þátttaka í Heilsueflandi grunnskóla styður skóla í að innleiða þennan grunnþátt í öllu sínu starfi 

Menntun er mikilvæg forsenda heilbrigðis en jafnframt er líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði og vellíðan mikilvæg forsenda náms og góðs námsárangurs. Börn sem alast upp við heilsueflingu frá unga aldri verða meðvitaðri um mikilvægi og áhrif góðrar heilsu í framtíðinni.  

Lykilþættir skólastarfsins

Heilsueflandi grunnskóli leggur sérstaka áherslu á að vinna með nokkra lykilþætti sem tengjast skólastarfinu. Þeir eru: nemendur, nærsamfélag, mataræði, tannheilsa, hreyfing, vinnulag, geðrækt, heimili, starfsfólk.

Fylltir eru út gátlistar varðandi alla þessa lykilþætti en vinnsla á gátlistum er veigamikill hluti af markvissu heilsueflingarstarfi. Yfirferð þeirra veitir innsýn í stöðuna og í framhaldi eru þeir vinnutæki til að halda utan um starfið og meta framvindu þess.

Heilsustefna Stapaskóla – grunnskólastig

Hér má sjá heilsustefnu Stapaskóla á grunnskólastigi en hún er byggð á þeim lykilþáttum sem heilsueflandi grunnskóli leggur áherslu á.

Hér má horfa á kynningu á heilsueflandi grunnskóla.