Fréttir & tilkynningar

19.11.2025

Starfsáætlun Stapaskóla 2025-2026

Starfsáætlun Stapaskóla fyrir skólaárið 2025-2026 var samþykkt af skólaráði Stapaskóla 23. október 2025 og í menntaráði Reykjanesbæjar 14. nóvember 2025. Samkvæmt 29 gr. grunnskólalaga ber hverjum grunnskóla að gefa út skólanámskrá og starfsáætlun. ...
17.11.2025

Dagur íslenskrar tungu í Stapaskóla

Dagur íslenskrar tungu, fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, var haldin hátíðlegur í Stapaskóla s.l. föstudag með fjölbreyttri dagskrá. Nemendur og starfsfólk skólans héldu upp á daginn til að minna á mikilvægi íslenskunnar, tungumálsins sem tengir okkur saman og heldur á lofti menningu okkar og sögu. Nemendur í 1.-6. bekk komu hvert af öðru fram og fluttu atriðin sín fyrir samnemendur í Tröllastiganum. Börnin fluttu bæði söng og upplestur og skapaðist hlý og ánægjuleg stemming. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá hvað þau fluttu atriðin sín af einlægni og stolti. Nemendur í 7. – 10 bekk komu einnig saman í Tröllastiganum. Katla Diljá í 8. bekk las upp ljóð sem hún vann með í Stóru upplestrarkeppninni s.l. mars. Að því loknu rétti hún tveimur nemendum í 7. bekk Stóra upplestrarkeppnis keflið sem markar upphaf æfinga hjá 7. bekk þar sem þau taka þátt í Stóru upplestrarkeppninni eftir áramót. Einnig var haldin lífleg og skemmtileg spurningakeppni milli kennara og nemenda. Keppnin fór fram í góðu hófi með húmor í fyrirrúmi. Ekki skemmdi það fyrir að nemendur stóðu sig með prýði og höfðu að lokum betur gegn kennurunum. Dagskráin í heild sinni var bæði fræðandi og skemmtileg og endurspeglaði vel mikilvægi íslenskrar tungu í skólastarfi okkar.
16.11.2025

Starfsdagur á leik- og grunnskólastigi

Mánudaginn 17, nóvember er starfsdagur í Stapaskóla, á leik- og grunnskólastigi. Allir nemendur eiga frí þennan dag. Frístundaheimilið Stapaskjól er einnig lokað.

Það er alltaf líf og fjör í skólanum