Fréttir & tilkynningar

22.10.2024

Vetrarfrí

Föstudaginn 25. og mánudaginn 28. október er vetrarfrí í Stapaskóla, leik- og grunnskólastigi. Stofunin er því lokið og óskum ykkur öllum góðra samverustunda.
22.10.2024

Bleiki dagurinn

Miðvikudaginn 23. október verður bleikur dagur fyrir alla nemendur og starfsmenn í Stapaskóla. Tilefnið er árverknisátak Krabbameinsfélagsins. Við hvetjum alla til að mæta í einhverju bleiku af því tilefni.
17.10.2024

Svakaleg lestrarkeppni skólanna

Í gær 16. október hófst svakaleg lestrarkeppni og stendur hún til 16. nóvember milli grunnskólanna á Reykjanesi. Að þessu sinni ætlar stapaskóli að sjálfsögðu að taka þátt. Keppninn fer þannig fram að nemendur lesa eins margar blaðsíður og þeir geta á þessu tímabili og kennari skráir niður fjöldann. Sá skóli sem vinnur þessa keppni fær verðlaun og titilinn "Langbesti lestararskólinn á Reykjanesi". Nú er því tími til að bretta fram úr ermunum og lesa eins og vindurinn næstu vikur svo stapaskóli nái sem bestum árangri

Það er alltaf líf og fjör í skólanum