Fréttir & tilkynningar

23.04.2025

Sumardagurinn fyrsti

Á morgun, fimmtudaginn 24. apríl, er sumardagurinn fyrsti. Enginn skóli verður á leik- og grunnskólastigi þann dag og frístundaheimilið verður lokað. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 25. apríl. Starfsmenn Stapaskóla óska foreldrum, forr...
14.04.2025

Skóladagatal grunnskólastigs skólaárið 2025 - 2026

Skóladagatal Stapaskóla fyrir skólaárið 2025 - 2026 hefur nú verið birt. Dagatalið hefur verið samþykkt af starfsfólki skólans, Skólaráði og Menntaráði Reykjanesbæjar. Starfstími nemenda í grunnskóla er á hverju skólaári að lágmarki níu mánuðir og e...
09.04.2025

Páskaleyfi í Stapaskóla - Skipulag og fyrirkomulag

Nú fer í hönd páskaleyfi í Stapaskóla sem hefst 14. apríl og stendur til 21. apríl fyrir nemendur á grunnskólastigi. Á leikskólastigi er opið í dymbilviku, dagana 14.-16. apríl, fyrir þau börn sem hafa verið skráð í vistun. Stapaskóli tekur að sér hlutverk safnskóla í dymbilvikunni og býður upp á leikskóladvöl fyrir þau börn sem skráð voru fyrir tilskilinn frest, 17. mars. Það þýðir að við tökum á móti börnum og kennurum frá öðrum leikskólum sveitarfélagsins sem sameinast okkur í dymbilviku. Þetta fyrirkomulag styrkir samstarf milli leikskóla og gefur börnunum tækifæri til að kynnast nýjum félögum og starfsfólki. Gleðilega páska!

Það er alltaf líf og fjör í skólanum