Fréttir & tilkynningar

12.12.2025

Jólaglugginn 2025

Það er skemmtileg jólahefð hjá okkur í Stapaskóla að nemendur skreyta gluggana í tvenndinni sinni. Keppt er á milli árganga og eru sigurvegarar á hverju stigi. Gluggarnir eru hverjum öðrum glæsilegri og hefur verið erfitt verk fyrir dómara að velja fallegasta gluggann. Dómararnir okkar í ár voru Ellen Agatha frá menningasviði Reykjanesbæjar, Guðrún Gunnarsdóttir deildarstjóri í Akurskóla og Katrín Jóna deildarstjóri í Akurskóla. Það var þeirra hlutverk að ganga á milli og gefa stig fyrir sköpun, frumleika og jólaanda. Nemendur í 2. bekk, 5. bekk og 9. bekk unnu jólagluggann 2025.
10.12.2025

Jóla pálínuboð á unglingastigi.

Í vikunni hafa nemendur á unglingastigi verið að læra um hefðir og hátíðir tengdar trúarbrögðum og vill svo skemmtilega til að í dag héldum við upp á okkar árlegu jólahefð, pálínuboðið. Nemendur komu með veitingar á hlaðborðið og voru kræsingarnar ekki af verri endanum og buðu foreldrum í kaffi. Okkur þykir gríðarlega vænt um þessa hefð þar sem við höfum tækifæri til þess að eyða gæðastund með nemendum og hitta foreldra og forráðamenn. Viljum þakka ykkur fyrir góða mætingu og gera okkur það kleift að halda þetta boð og bjóða upp á notalegt uppbrot í desember.
08.12.2025

Hugvekja fyrir Desember

Í Stapaskóla vinnum við markvisst að því að skapa nemendum gott námsumhverfi sem veitir þeim tilfingalegt öryggi í anda Heillaspora. Með þessum pistlu viljum við veita innsýn inn í hvernig við í sameiningu getum skapað öryggi fyrir börnin í desember.

Það er alltaf líf og fjör í skólanum